Saksóknarnefnd og saksóknari Alþingis

Saksóknarnefnd

Samkvæmt lögum um landsdóm kýs Alþingi fimm manna þingnefnd með hlutfallskosningu til þess að fylgjast með máli sem höfðað er gegn ráðherra út af embættisrekstri hans og vera saksóknara Alþingis til aðstoðar. Saksóknari Alþingis hefur um starf sitt samráð við saksóknarnefnd Alþingis.

Saksóknari Alþingis

Eftir að Alþingi hefur tekið ákvörðun um að sækja mann til saka á grundvelli ráðherraábyrgðarlaga kýs það mann til að sækja málið af sinni hendi, saksóknara Alþingis, og annan til vara, ef hinn kynni að forfallast.